Hér fyrir neðan eru vel valdar tímaseríur til þess ætlaðar að greina þróun á leitum fólks að flugi og hótelgistingu á Íslandi. Gröfin eru dýnamísk og lifandi og uppfærast í hvert sinn sem þú heimsækir þessa síðu. Það þýðir að ef að þú kíkir aftur inn, til dæmis í næstu viku, þá munu gröfin líta öðruvísi út. Þess vegna útskýrir textinn hér fyrir neðan eingöngu hvað er hægt að lesa úr grafinu án þess að við leggjum sérstakt mat á niðurstöðurnar.
Á lárétta ásnum sjáum við dagsetninguna og á lóðrétta ásnum sjáum við gildið. Gildið er frá 0 til 100. Það þýðir að 100 er hæsta gildið á síðustu 12 mánuðum. Þannig sérðu til dæmis að ef gildið fyrir leitir að flugi til Íslands tiltekinn dag var 10.000 þá væri gildið 50 fyrir 5.000 leitir. Best er að rýna í gröfin með hlutfallslegan samanburð og þróun áhuga í huga.
Leitir um allan heim að flugi til Íslands
Grafið hér fyrir neðan sýnir þróun leita að flugi til Íslands síðustu 12 mánuði hvaðanæva af í öllum heiminum. Það sem við sjáum er samblanda af hlutfallslegum leitum að flugi til Íslands. Það þýðir að gildin sem við nefnum hér að ofan 0 til 100 eru tekin saman fyrir öll lönd og meðaltalið því sýnt hér að neðan.
Leitir um allan heim að hótelum og gistingu á Íslandi
Hér sjáum við sama graf og að ofan nema hvað leitirnar eru ekki fyrir flug til Íslands heldur að hótelum og öðrum gistimöguleikum á Íslandi. Grafið mun að öllum líkindum vera með hvassari toppa og botna þar sem stórt hlutfall fólks sem að leitar að flugi til Íslands fer ekki lengra en það og endar ekki á því að skoða gistingu á Íslandi. Þar af leiðandi eru færri sem að leita að gistingu og minna um gögn.
Hlutfallslegur samanburður á milli landa
Hér fyrir neðan sjáum við leitir að Íslandi í hlutfalli við allar leitir í viðkomandi landi. Samanburðuririnn er ekki ósvipaður því sem við Íslendingar erum orðin svo vön “Per capita”. “Per capita” sem er þekkt á Íslensku sem “miðað við höfðatölu” er eitthvað sem við notum óspart til að bera okkur saman við aðrar þjóðir, samanber grínþáttinn hans Ara Eldjárns á Netflix.
Í þessu dæmi er “Per capita” ekki eftir höfðatölu en eftir fjölda leita. Þar sem meðalmanneskjan er með svipað meðaltal af leitum, þá getum við einfaldað þetta með því að segja “Per capita” = “Höfðatölu”. Grafið hér fyrir neðan hjálpar okkur því að bera saman leitir að flugi til Íslands eftir löndum og höfðatölu. Stöplaritið fyrir neðan á vinstri hönd sýnir hvar hlutfallslegur áhugi er mestur. Það þýðir ef að Bandaríkin og Bretland eru jöfn þá séu jafn margir að leita að flugi til Íslands eftir “höfðatölu” en aftur á móti eru þá eflaust fleiri ferðamenn að koma frá Bandaríkjunum undir venjulegum kringumstæðum þar sem Bandaríkin væru 1:1 miðað við Bretland í leitum en 1:5 í mannfjölda.
Hlutfallslegur samanburður á milli landa
Hér fyrir neðan erum við að bera saman sömu löndin og hér að ofan en í stað þess að greina leitir eftir flugi til Íslands þá erum við að skoða leitir að hótelum og öðrum gistingum á Íslandi. Ástæðan fyrir því að línuritið er líkara þríhyrningum en línuriti er út af dæminu sem að ég nefndi í byrjun varðandi “gagnamagn”, þ.e að leitirnar eru það fáar að litlar sveiflur eins og fréttir um Ísland geta haft mikil áhrif. Ef að við sjáum ákveðin lönd með há gildi og önnur með lág gildi í stöplaritunum þá getur það þýtt að þau ferðamenn frá þeim löndum séu líklegri til þess að ætla sér að ferðast vegna þess að þau eru búin að skoða flug til Íslands og fara þarnæst að skoða hótel eða aðra gistingu á Íslandi.
Dæmi: 100 manns sýna áhuga á Íslandi > 80 þeirra leita að flugi til Íslands > 30 þeirra leita að hóteli og gistingu á Íslandi > 20 þeirra leita að túristaferðum á Íslandi. Í þessu dæmi eru 100 með áhuga á að ferðast til Íslands en 30 enda á að ferðast til Íslands, en það myndi þýða að 30% þeirra sem hafa áhuga á að ferðast til Íslands enda á því að ferðast til Íslands. Athugið að tölurnar og prósenturnar eiga við engin rök að styðjast og eru eingöngu settar fram sem dæmi.
Leitir að flugi til Íslands samanborið leitir að flugi til hinna Norðurlandanna
Á fyrra grafinu sjáum við þróun á leitum að flugi til Íslands í Bandaríkjunum samanborið við leitir að flugi til hinna Norðurlandanna. Á seinna grafinu sjáum við hvar í Bandaríkjunum leitir að Íslandi eru hlutfallslega flestar miðað leitir að hinum Norðurlöndunum.
Leitir að flugi til Íslands í Bretlandi samanborið við hin Norðurlöndin
Á fyrra grafinu sjáum við þróun á leitum að flugi til Íslands í Bretlandi samanborið við leitir að flugi til hinna Norðurlandanna. Á seinna grafinu sjáum við hvar í Bretlandi leitir að Íslandi eru hlutfallslega flestar miðað við hin Norðurlöndin.
Leitir að flugi til Íslands í Þýskalandi samanborið við hin Norðurlöndin
Á fyrra grafinu sjáum við þróun á leitum að flugi til Íslands í Þýskalandi samanborið við hin Norðurlöndin. Á seinna grafinu sjáum við hvar í Þýskalandi leitir að Íslandi eru hlutfallslega flestar miðað við hin Norðurlöndin.
Leitir að flugi til Íslands í Frakklandi samanborið við hin Norðulöndin
Á fyrra grafinu sjáum við þróun á leitum að flugi til Íslands í Frakklandi samanborið við hin Norðurlöndin. Á seinna grafinu sjáum við hvar í Frakklandi leitir að Íslandi eru hlutfallslega flestar miðað við hin Norðurlöndin.