/01
Vefhönnun
Feðgar aðstoða þig við að setja upp þá síðu sem þú óskar eftir, hvort sem það er netverslun, lendingarsíða eða önnur. Við bæði endurhönnum vefsíður frá grunni og bætum þær síður sem nú þegar eru virkar. Við notumst helst við WordPress-grunninn en hönnum einnig síður í gegnum Shopify, Webflow og Duda. Sú fjölbreytni gerir okkur kleift að koma til móts við ólíkar þarfir viðskiptavina okkar.
Í lok samstarfsins bjóðum við upp á kennslu á almennum rekstri vefsíðunnar en erum áfram til taks hvað viðhald, breytingar og almenna yfirsjá síðunnar varðar í framtíðinni, óski viðskiptavinur eftir því. Fyrir þá þjónustu er annaðhvort greitt mánaðarlega eða á árs grundvelli.
Ekkert verkefni er of smátt eða of stórt fyrir Feðga. Við tökum að okkur fjölbreytt verkefni, allt frá einföldum lendingarsíðum yfir í stórar, alþjóðlegar netverslanir.
Verkefni Feðga eru jafn ólík og þau eru mörg. Verð vinnunnar fer eftir umstangi hvers og eins verkefnis. Hafðu samband með grófa lýsingu á því sem þig vantar hjálp með og við könnum málið í sameiningu.


/02
Hönnun
Feðgar aðstoða þig við að skipuleggja hönnun og ímynd vörumerkisins. Við hönnum nýtt markaðsefni frá grunni, til að mynda lógó, efni fyrir auglýsingaskilti, vefborða eða almennar auglýsingar og hjálpum þér þannig að koma sögu þíns fyrirtækis til skila. Feðgar búa yfir öflugu teymi sérfræðinga í myndbandagerð og grafískri hönnun.
Feðgar mæta þér þar sem þú ert og í samvinnu getum við skrifað upp vinnuna frá grunni eða útfært þína hugmynd.
/03
Markaðssetning
Feðgar aðstoða þig við að ná sem bestum árangri á samfélags- og vefmiðlum. Við sérhæfum okkur bæði í stafrænum auglýsingaherferðum og leitarvélabestun og gerum þínu fyrirtæki kleift að ná til þíns markshóps á einfaldan hátt. Til að ná sem bestum árangri í auglýsingaherferðum leggjum við áherslu á að þær skili sér í rétta átt og leitum allra leiða til að fylgja þeim eftir með því að rýna í þau gögn sem safnast.

